Um Stillingar.is

Þjónustan Stillingar.is er rekin af Hugsmiðjunni. Stillingar.is er að hluta til rekið sem samfélagsþjónusta og er liður í þeirri viðleitni Hugsmiðjunnar að gera aðgengismál einföld og þægileg fyrir sem flesta.

  • Það að velja Mínar Stillingar og nota þær þegar vefir eru heimsóttir er ókeypis fyrir alla vefnotendur.
  • Vefsvæði sem rekin eru af smærri aðilum geta nýtt sér þjónustuna sér að kostnaðarlausu. Sjá nánar í verðskrá.

Notendur þurfa aðeins að skrá óskir sínar einu sinni og geta virkjað þær á öllum vefsvæðum sem tengjast þjónustunni. Með því að sækja óskir notenda á einn stað með einföldum hætti geta umsjónarmenn vefsvæða bætt aðgengismál sín með lágmarksfyrirhöfn.

Þjónustan er unnin með stuðningi frá Félagsmálaráðuneytinu og útfærð í samráði við hagsmunaaðila notenda með lestrartruflanir.

stillingar@hugsmidjan.is

Sími: 5 500 900

Hugsmiðjan ehf.
Snorrabraut 56
101 - Reykjavík
Kt. 500101-2880


Þetta vefsvæði byggir á Eplica