Verðskrá og þjónustuleiðir

Stillingar.is er að hluta til rekið sem samfélagsþjónusta.

Ókeypis fyrir smærri aðila

Vefsvæði í eigu einstaklinga, einyrkja, góðgerðasamtaka og smærri félagasamtaka geta tengt sig við almenna þjónustu Stillingar.is án endurgjalds. Þessi hluti verðskrárinnar mun ekki breytast.

Athugið: Ef þú ert í vafa um hvort vefsvæðið þitt telst til "smærri aðila", sendu okkur þá póst á stillingar@hugsmidjan.is.

Mánaðarleg áskrift fyrir stærri aðila

Fyrirtæki, stofnanir og stærri félagasamtök, mega prófa almenna þjónustu Stillingar.is í 30 daga ókeypis, án nokkurra skuldbindinga og án þess að skrá sig, en eftir það þarf að gera samstarfssamning við Hugsmiðjuna ehf. (rekstraraðila Stillingar.is) um áframhaldandi notkun.

Í boði eru þrjár þjónustuleiðir, og gildir eftirfarandi verðskrá fyrir hvert vefsvæði/lén sem nýtir sér þjónustuna:

A - Almennur aðgangur:

 • (Þjónustuslóðir á forminu http://minar.stillingar.is/*)
 • Rekstrarkostnaður: 2.900 kr. á mánuði (án VSK).
 • Stofnkostnaður er enginn, nema óskað sé eftir aðstoð Hugsmiðjunnar við að setja þjónustuna upp.

B - Aðgangur með almennum öryggislykli:

 • (Þjónustuslóðir á forminu https://minar.stillingar.is/*)
 • Fyrir vefi sem nota Stillingar.is af secure síðum.
 • Rekstrarkostnaður: 2.900 kr. á mánuði (án VSK).
 • Stofnkostnaður er enginn, nema óskað sé eftir aðstoð Hugsmiðjunnar við að setja þjónustuna upp.

C - Aðgangur með sérsniðnum öryggislykli:

 • (Þjónustuslóðir á forminu https://thitt_fyrirtaeki.stillingar.is/*)
 • Fyrir vefi sem nota Stillingar.is af secure síðum og vilja ekki nota sameiginlegan lykil.
 • Rekstrarkostnaður: 2.800 kr. á mánuði (án VSK).
 • Kostnaður vegna SSL-lykils er háður því hvers konar lykill er valinn.
 • Stofnkostnaður: Tilboð hverju sinni.

Skilmálar

Ofantalin gjöld miðast við eitt vefsvæði og eru án virðisaukaskatts. Gert er ráð fyrir að í upphafi sé samið að lágmarki til 12 mánaða. Rekstrarkostnaður er innheimtur fyrir 3 mánuði í senn og 3 mánaða uppsagnafrestur er á þjónustunni.

Hafðu samband: stillingar@hugsmidjan.is eða í síma 5-500-900 til að fá nánari upplýsingar.

Sérfræðiaðstoð og ráðgjöf í boði

Beiðnir um tæknilega aðstoð og ráðgjöf skal senda á stillingar@hugsmidjan.is en fyrir slíka aðstoð þarf að greiða sérstaklega.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica