Algengar spurningar frá notendum

Þarf ég sem notandi að greiða eitthvað fyrir að nota Mínar Stillingar.is?

Nei, það að velja Mínar Stillingar og nota þær þegar vefir eru heimsóttir er (og verður) ókeypis fyrir alla vefnotendur.

Safari: Mínar Stillingar virka ekki rétt.

Í Safari vafranum kemur fyrir að breytingar á Mínum Stillingum virðast ekki skila sér rétt, þá getur þurft að ýta einu sinni aukalega á Refresh og við það ættu breytingarnar að birtast.

Mínar Stillingar virðast alls ekki virka. Hvers vegna?

Stillingarnar eru vistaðar í skrá sem kallast cookie, hugsanlega er vafrinn þinn stilltur til að loka á allar slíkar skrár.

  • Í Internet Explorer má athuga í valmyndinni Tools - Internet Options og undir Privacy flipanum að öryggisstillingin sé á Medium High, Medium eða Low, aðrar stillingar gætu valdið vanda.

Stillingarnar mínar virðast hafa horfið. Hvað gerðist?

Stillingarnar eru háðar hverri tölvu og því þarf að velja þær að nýju ef unnið er við aðra tölvu. Það sama á við ef notaðir eru fleiri en einn vafri (e. browser). Ef þú hefur valið að eyða cookie-skrám hverfa stillingarnar einnig.

Stillingarnar mínar virka ekki hjá öllum vefjum. Hvers vegna?

Stillingarnar ættu að virka á öllum vefjum sem sýna táknið Nota mínar lita- og leturstillingar. Ef aðeins hluti þinna stillinga virðast skila sér, er það líklega vegna þess að viðkomandi vefur er ekki að koma til móts við allar þær óskir sem stillingarnar segja til um. Þá er rétt að senda viðkomandi vefstjóra tölvupóst og benda á það sem vantar.

Get ég notað Mínar Stillingar á vefjum sem ekki bjóða þjónustuna?

Já. Með því að nota Javascript 'bookmarklet' er hægt að virkja Mínar Stillingar á öllum vefsíðum, en það virkar þó aðeins á einni síðu í einu.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica