Hvers vegna Stillingar?
Vefnotendur eru allt frá því að hafa fullkomna sjón yfir í það vera blindir.
Þarna á milli eru notendur með margs konar þarfir. Mörgum hentar til dæmis að geta stækkað letur og aukið línubil. Þar á meðal eru eldri notendur sem þreytast fljótt við að lesa smátt letur.
Til eru margs konar gerðir lesblindu og mismunandi hvers konar framsetning hentar lesblindum. Sumum þykir auðveldara að lesa ef letur og bakgrunnur eru af ákveðnum litum, öðrum hentar að fjarlægja skáletrun og svo mætti lengi telja.
Loks þykir sumum með fulla sjón þægilegt að geta skipt yfir í að lesa ljóst letur á dökkum grunni stöku sinnum til að hvíla augun.
Hönnun Stillinga.is miðast við að koma til móts við óskir sem flestra. Þar sem aðeins er þörf á að velja sínar stillingar einu sinni er hægt að nostra við að velja þær stillingar sem henta hverjum og einum. Það er líka auðvelt að breyta stillingunum ef þörf krefur með því að smella aftur á .