Fyrir vefstjóra

Til þess að sækja upplýsingar um óskir notenda til Stillingar.is eru tvær leiðir: Einföld tenging (Javascript hnappur) þar sem þú afritar einfaldlega tilbúinn kóða inn í vefsíðuna þína og sveigjanleg tenging (server side) sem krefst forritunarþekkingar en býður upp á fleiri möguleika.

Einföld tenging:

Þessi leið krefst engrar forritunarkunnáttu og er fyrirhafnarlítil. Öllum útlits-skilgreiningum er sjálfkrafa skipt út fyrir þær sem notendur óska (með Javascript).

Veldu þér Javascript hnapp og til verður kóði sem þú afritar inn á síðuna þína.

Sveigjanleg tenging:

Sveigjanleg tenging krefst forritunarþekkingar en býður jafnframt upp á mun fleiri möguleika.

Í stuttu máli virkar þjónusta Stillingar.is þannig að óskir notenda eru vistaðar í cookie, hægt er að senda HTTP request á stillingar.is og fá svar um óskir hvers notanda á því formi sem hentar (URL-parametrar, Javascript-object eða á CSS formi).

Vefsvæði sem vilja nýta sér þjónustu Stillingar.is setja upp eina af stöðluðum táknmyndum sem tengil á Stillingar.is og tengja við vefslóð sem tilgreinir er hvers konar svars er óskað.

Þegar notendur smella á táknið athugar Stillingar.is hvort viðkomandi notandi eigi upplýsingar skráðar í cookie og gerir eitt af tvennu:

  1. Ef upplýsingar eru til er requestinu redirectað til baka ásamt þeim upplýsingum sem um er beðið.
  2. Ef upplýsingar finnast ekki er notanda boðið upp á að skrá þær og er að því loknu vísað til baka á þann vef sem komið var frá.

Það er svo undir viðkomandi vefsvæði komið hvernig unnið er með þær upplýsingar um óskir sem sóttar eru með þessum hætti.

Fyrir þá vefi sem nota secure tengingar er boðið upp á HTTPS lausnir.

Nánar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica