Skjámyndir með dæmum

Með því að nota "server-side" tengingar við Stillingar.is hafa vefstjórar fullt vald yfir því hvernig þeirra vefsvæði tekur mið af óskum notenda.

Þannig má ráða hversu mikið af útlitseinkennum vefsvæðisins halda sér og hversu langt er gengið til móts við óskir notenda um framsetningu.

Dæmi um aðlögun útlits

Nokkrar ólíkar útfærslur á aðlögun útlits að óskum notenda (skjámyndir sýna eldri hönnun þessa vefsvæðis):

Dæmi 1

Skjámynd

Hér sést óbreytt útlit dæmigerðrar síðu á vef Stillingar.is (fyrir 2011).

Dæmi 2

Skjámynd

Í þessari útgáfu breytist aðeins meginmál síðunnar eftir óskum notenda, öll umgjörðin helst óbreytt.

Dæmi 3

Skjámynd

Hér haldast útlitseinkenni á borð við gráa rammann utan um síðuna og leiðarkerfisröndina. Leturstærðir taka allar mið af óskum notenda.

Dæmi 4

Skjámynd

Hér hefur verið útbúið stílblað þar sem lógó vefsins er sett á hvítan bakgrunn og meginmálið er sett í tvo dálka með lágmarksútliti. Þetta útlit hefur verið tengt við marga vefi Hugsmiðjunnar.

Dæmi 5

Skjámynd

Loks sést hvernig vefur breytist ef Javascript 'hnappur' eða 'bookmarklet' er notað. Þá er öllum stílskilgreiningum sjálfkrafa skipt út fyrir einfalt stílblað.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica